Ég rakst á þetta dásamlega Amadei 75% súkkulaði í Frú Laugu og stóðst ekki mátið. Svo var ég eitthvað að spara þetta og tímdi ekki að nota í hvað sem er, þannig að ég bara hætti að pæla í því og gerði svona franska súkkulaðiköku. Uppskriftina fékk ég úr þessari bók Eva vinkona gaf mér í jólagjöf – takk Eva
Þessa uppskrift setti ég í 24 cm silicon og passaði það ágætlega, þar sem hún er ansi öflug og ágætt að fá bara þunna sneið. Dásamleg með rjómaslettu og jafnvel jarðarberjum á góðum degi. Ofan á er Sukrin melis í skraut.
- 100g smjör
- 100g dökkt súkkulaði
- 2 egg
- 1 dl Sukrin melis (eða annað sætuefni)
- 1 msk kakó
- 1/2 tsk vanilluduft
- 125 g mascarpone ostur (ég blandaði þetta 50/50 við rjómaost)
- Hitið ofninn í 175°C
- Bræðið saman smjör og súkkulaði
- Þeytið eggjarauður og sukrin vel saman þangað til létt og loftkennt
- Bætið mascarpone ostinum útí súkkulaðiblönduna
- Blandið þessum tveimur blöndum saman
- Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í lokin.
- Hellið í form og bakið í 15-20 mín
Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér