Jólamuffins í september

By 30. September 2013 Gestablogg No Comments
Það er nú alveg merkilegt hvað hugmyndirnar detta í höfuðið á manni á ótrúlegustu stöðum, núna var það spinning tími hjá Siggu í Hress sem varð fyrir valinu og í miðju svitakófinu datt mér allt í einu í hug að fara heim og baka jólamuffins, með svona krúttlegu marsipanjólatré, því ég var jú nýbúin að gera marsipan og langaði að gera eitthvað meira úr þeirri uppskrift. Ég er náttúrulega pínulítið öðruvísi en aðrir 😉
Hér er s.s. jólamuffins, hrikalega góð gulrótarkaka sem auðvitað má baka í einu formi og setja krem á, ekta gulrótarkökubragð með mjög takmörkuðu magni samt af gulrótum og er hver kaka um 2.7 netcarb m/ kremi. Það má að sjálfsögðu skreyta þær með einhverju öðru en jólatré en marsipanið er mjög hentugt í allskonar fígúruskraut.

jolakaka 1

Jólamuffins 12 stk
180 gr möndlumjöl
180 gr sukrin
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/4 tsk gróft salt
2 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/4 tsk negull
1 tsk vanilluduft eða dropar
3 msk kókosolía
10 dropar stevía
2 egg
100 ml kókosmjólk
60 gr pecanhnetur
100 gr rifnar gulrætur
Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Þeytið eggin og vanilludropana saman ásamt kókosmjólkinni í nokkrar mín. Blandið varlega þurrefnum út og hrærið vel saman. Þá bætast hneturnar út í ásamt niðurrifnum gulrótunum. Kókosolían fer út í síðast. Skiptið deiginu í 12 muffinsform(gott að nota bökunarform undir bréfformin)og bakið í 25 mín á 170 gráðu hita með blæstri.
Gott að taka muffinskökurnar í bréfinu upp úr álforminu þegar þær koma úr ofninum svo þær þorni ekki upp. H
ver kaka um 2.7 netcarb, með kreminu, læt það vera 🙂
Krem:
150 gr rjómaostur
40 gr Sukrin Melis
10 dropar stevía
1/2 tsk sítrónusafi
1 tsk vanilludropar
Setjið allt í lítinn mixer og blandið saman, eða notið handþeytara.
Fallegt að sprauta kreminu á kökurnar og jafnvel skreyta með marsipantré svona í anda jólanna.
Grænt marsipan:
75 gr Funksjonell möndlumjöl
45 gr Sukrin Melis
1 dl eggjahvítur
1 tsk möndludropar
6 dropar Stevía Via Health
1/4 tsk grænn matarlitur
Hrærið allt saman í hrærivél.

Geymið marsipanið í kæli í ca 2 tíma en það er mikið meðfærilegra vel kalt.
Hnoðið marsipanið og fletjið út milli 2 laga af smjörpappír, skerið út mynstur og leggið marsipanið ofan á kremið.

Uppskriftina er að finna á síðu Maríu Kristu http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/2013/09/jolamuffins-i-september.html

jolakaka 3
jolakaka 2
jolakaka

Leave a Reply