Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu

IMG_6557 IMG_6564

Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu

4 kjúklingabringur
2 msk engifer, rifið
1 msk hvítlaukur, pressaður
125 g hnetusmjör, mjúkt
60 ml hrísgrjónaedik (rice vinegar)
2 msk soyasósa
1 tsk rautt karrý paste
3 msk fljótandi kjúklingakraftur ( eða 1 teningur og 3 msk vatn)
240 ml kókosmjólk
kóríander

  1. Látið engifer, hvítlauk, hnetusmjör, hrísgrjónaedik, soyasósu, rautt karrý og kjúklingakraft í matvinnsluvél og blandið vel saman. Smakkið og bætið við rauðu karrý ef þið viljið hafa sósuna bragðsterkari.
  2. Kryddið kjúklinginn með pipar og steikið bringurnar á pönnu með olíu í um 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Takið hann þá af pönnunni, látið á disk og haldið hita með álpappír yfir.
  3. Lækkið hitann á pönnunni og hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og skrapið kjötið á botninum á pönnunni og blandið saman við kókosmjólkina. Hellið hnetusmjörsblöndunni síðan saman við og hitið í 2-3 mínútur. Bætið kóríander út í og hellið sósunni yfir kjúklingabringurnar.
    Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulurraudurgraennogsalt.is – hér

Leave a Reply