Lág kolvetna kryddbrauð

Kalt og blautt veður, enginn nennir út að leika. Þá er nú ljómandi fínt að baka eitt stk kryddbrauð.
Ekki verra ef það er mjög kolvetnalétt og fljótlegt. Gerði tvær útgáfur til að prófa mig áfram,eina örbylgjutýpu og aðra í ofni fyrir þá sem ekki eiga eða nota öbbagræjur 🙂

kryddbrunch

Kryddbolla úr Flax seed mjöli í örbylgjuofni.
60 gr Golden flax seed mjöl
1/2 tsk lyftiduft
2 msk erythritol eða ca 15 dropar stevia (eftir smekk)
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/4 tsk negull
(mætti nota líka 2 tsk brúnkökukrydd)
1 egg
1 msk smjör bráðið.

kryddbr4

Hrærið öllu saman og setjið í örbylgjuofninn í 1.30 mín á hæsta styrk
Gæti þurft lengri tíma, prófa sig áfram.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

Leave a Reply