Matarmikil gúllassúpa

min_img_3992

Nú, gúllas er þannig biti að hann þolir langa eldun afskaplega vel. Ég mæli því ekki með því að elda þessa súpu í hraði og bera hana á borð hálftíma eftir að þið byrjið að elda. Fyrir mér er sjarminn við gúllassúpur lungamjúkt kjöt og bragð sem hefur fengið að malla lengi við hægan hita. Það sem mér finnst sniðugt að gera er að útbúa súpuna daginn áður en hún á að vera í matinn, leyfa henni að malla í hálftíma, slökkva svo undir henni og láta hana kólna og geyma svo í ísskáp þar til maður ætlar að nota hana. Þá er gott að hita hana upp við vægan hita og leyfa henni að malla í klukkustund. Þetta sparar allavega smá tíma ef maður getur ekki með góðu móti látið súpuna malla í þá 2-4 tíma sem hún á skilið til að verða dásamleg. Þetta þýðir samt ekki að súpan taki langan tíma í undirbúningi, ég hugsa að ég hafi staðið við eldavélina í 20 mínútur, eftir það eldar súpan sig bara sjálf. Þetta er einhver besta gúllassúpa sem ég hef smakkað, virkilega einföld og ekki of mörg hráefni að þvælast fyrir manni.

min_img_3992

min_img_3978

Matarmikil gúllassúpa (fyrir 4-6)

 • 600 gr smátt skorið ungnautagúllas
 • 2 msk smjör
 • 2-3 laukar, skornir í tvennt og svo sneiðar
 • 1/2 chillialdin, fræhreinsaður og skorinn í sneiðar
 • Krydd: 1 tsk paprikuduft, 1 tsk timían, 1 tsk cummin
 • 1 krukka tómatpassata (Frá Sollu)
 • 2 msk tómatpaste
 • 1 msk hunang eða önnur sæta
 • 1 l vatn – (fer þó aðeins eftir smekk)
 • 2 teningar nautakraftur
 • 1 stór bökunarkartafla, skorin í teninga
  (innsk lkl.is – Hægt að nota sama magn gulrætur eða grasker í stað kartaflanna (minna magn kolvetna))
 • 1/2 sæt kartafla, skorin í teninga
 • 1,5 dl rjómi
 • Salt og pipar og fersk steinselja til að strá yfir í lokinmin_img_3965

  Aðferð: Byrjið á að skera gúllasið í litla bita, mér þykir gúllas oftast í of stórum bitum fyrir svona súpur. Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pipar.

  min_img_3963

  Hitið stóran pott við háann hita og bræðið smjörið. Steikið kjötið þannig að það brúnist vel. Færið kjötið svo upp á disk og lækkið hitann. Steikið laukinn í 10-15 mínútur, þannig að hann mýkist vel og taki á sig smá lit.

  min_img_3966

  Bætið kjötinu aftur út í ásamt chilli og kryddum og steikið aðeins áfram.

  min_img_3967

  Setjið tómatpaste-ið saman við ásamt, kraftinum, tómötunum, hunangi og vatni og hleypið suðunni upp.
  Flysjið kartöflurnar/gulræturnar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í.

  min_img_4007

  Leyfið súpunni að sjóða í 30 mínútur. Lækkið þá hitann, bætið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar. Mér þykir gott að hafa svona súpur dálítið þykkar svo ég stappaði aðeins kartöflurnar í súpunni með kartöflustappara, þannig að sumar voru í bitum og sumar vel stappaðar og þykkja þá súpuna.

  min_img_4007

  Leyfið súpunni að malla við vægan hita með loki í 2-4 tíma. Því lengur því betra.
  Uppskriftina er að finna á matarblogginu eldhúsperlur – hér

 

Leave a Reply