Mexíkósk kjúklingasúpa

IMG_2970

Ég er mikil súpu kona og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi kjúklingasúpa er í miklu uppáhaldi, mér finnst hún
best þegar að hún er búin að malla lengi. Það er best að taka sér góðan tíma til þess að dúlla sér við súpugerð.
Það er líka svo notalegt að hafa góða súpulykt ilma um heimilið.

Mexíkósk kjúklingasúpa
Þessi uppskrift er fyrir 5 – 6 manns. 

4 – 5 kjúklingabringa
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
1/2 blaðlaukur
4 – 5 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 grænt eða rautt chili, ég gleymdi að kaupa chili svo ég notaði 1 tsk af þurrkuðum chili pipar
2 msk olía
1 dós saxaðir tómatar
1 1/2 – 2 teningar af kjúklingakrafti
2 – 3 tsk karrý
2,5 lítri vatn
1 peli rjómi
1/2 – 3/4 úr krukku af Heinz chili tómatsósu (innsk.lkl hérna er hægt að nota tómatsósuns frá Walden Farms – án sykurs)
100 – 150 g rjómaostur

IMG_2980

IMG_2989

Aðferð:
Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smá stund á pönnunni, bara rétt til
að fá smá gljáa.
Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu , chili tómatsósunni, karrýinu, kjúklingateningum
og  söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn.

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu, kryddið með chili, salti og pipar.

Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín. Að lokum fer rjóminn og
rjómaosturinn saman við.
 

IMG_3026

Takið ykkur góðan tíma til að laga súpuna, ég leyfði henni að malla við vægan hita í nærri 2 klukkustundir en
þess þarf auðvitað ekki. Látið hana þó malla í lágmark 30 mín. Bragðbætið súpuna að vild, gæti verið að þið
viljið meiri karrý eða meiri pipar. Mikilvægt að smakka sig til!
 

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.

Matarmikil súpa sem hressir og kætir. Stundum sleppi ég því að setja rjóma og rjómaost, bæti þá við meiri grænmeti.
En að mínu mati er hún betri með rjómanum, elsku rjómanum.
Lúxus súpa sem á alltaf vel við.

Njótið vel.
xxx
Eva Laufey KjaranUppskriftina er að finna á síðu Evu Laufeyjar – www.evalayfeykjaran.com  hér

 


Leave a Reply