Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Notið það grænmeti sem hugurinn girnist og þið eigið til.
1 tsk sesamolía
2 msk ólífuolía
500 g kjúklingabringur, maukaðar í matvinnsluvél, hakkaðar eða skornar smátt
1 box sveppir
½-1 laukur, smátt skorinn
3 gulrætur, skornar í lengjur
1 tsk hvítlaukur, pressaður
3 msk sojasósa
2 msk púðusykur (hægt að nota púðursykurinn frá Sukrin)
1/2 – 1 msk sambal olec (eða önnur chilí sósa)
1 msk hvítvínsedik
1 tsk engifer, rifið
kálblöð (t.d. lambahagasalat)
1 búnt vorlaukur
- Hitið olíurnar á pönnu . Bætið kjúklingi, sveppum og lauk og eldið þar til kjúklingurinn hefur brúnast ca. 5-7 mínútur. Bætið þá gulrótum og hvítlauki saman við og eldið í 2 mínútur í viðbót.
- Bætið því næst sojasósu, púðursykri, hvítvínsediki og engiferi. Látið malla í 3-5 mínútur.
- Látið kjúklingafyllinguna í kálblöð og stráið vorlauk yfir.
Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður, grænn og salt – hér