Ostakaka í ofni, fljótleg og góð
Botn:
2 msk sukrin
120 gr möndlumjöl
2 msk brætt smjör
400 gr rjómaostur(blái)
2 egg
1 tsk vanilludropar
6-8 dropar vanillustevía
3 msk sukrin
2 msk sítrónusafi
Hindberjasulta, heimagerð eða hindber með dálítilli sætu hituð í potti.
Aðferð:
Blandið saman efninu í botninn með sleif, dreifið deiginu í 12 muffinsform
Bakið í 180 gráðum í 8-10 mín þar til botninn er gylltur.
Blandið á meðan saman fyllingunni, þeytið innihaldið vel saman og þegar botninn
hefur aðeins náð að kólna í muffinsformunum þá deilið þið ostinum í formin. Setjið
eina litla doppu í hverja köku af hindberjasultu/hindberjum og hrærið með grillpinna.
Bakið í ofni á 100 gráðum ath þarf að lækka hitann, í 40 mín. Þetta er of gott.
Hægt að skipta út bragði í þessum ostakökum, t.d. nota kakó og kókosolíu í staðinn fyrir sultu.
Hnetusmjör og smá sukrin blandað saman og þá fáið þið hnetusmjörsbragð af ostakökunum.
Gangið ykkur vel.
Hindberjasulta.
250 gr hindber, frosin eða fersk
20 gr Sukrin Melis
10 dropar Stevía
1/2 tsk Xanthan Gum
Aðferð:
Setjið allt nema Xanthan Gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla,
dreifið svo xanthan gumminu yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk
1-3 mín.Hellið blöndunni í sultukrukku og leyfið henni að kólna
Uppskriftina er að finna á bloggsíðu Maríu Kristu – hér