Ostakaka í ofni

ostakaka sultu


Ostakaka í ofni, fljótleg og góð


Botn:
2 msk sukrin
120 gr möndlumjöl
2 msk brætt smjör

400 gr rjómaostur(blái)
2 egg
1 tsk vanilludropar
6-8 dropar vanillustevía
3 msk sukrin
2 msk sítrónusafi
Hindberjasulta, heimagerð eða hindber með dálítilli sætu hituð í potti.

Aðferð:

Blandið saman efninu í botninn með sleif, dreifið deiginu í 12 muffinsform
Bakið í 180 gráðum í 8-10 mín þar til botninn er gylltur.

Blandið á meðan saman fyllingunni, þeytið innihaldið vel saman og þegar botninn
hefur aðeins náð að kólna í muffinsformunum þá deilið þið ostinum í formin. Setjið
eina litla doppu í hverja köku af hindberjasultu/hindberjum og hrærið með grillpinna.

Bakið í ofni á 100 gráðum ath þarf að lækka hitann, í 40 mín. Þetta er of gott.


Hægt að skipta út bragði í þessum ostakökum, t.d. nota kakó og kókosolíu í staðinn fyrir sultu.
Hnetusmjör og smá sukrin blandað saman og þá fáið þið hnetusmjörsbragð af ostakökunum.
Gangið ykkur vel.

ostakaka sultu 3

Hindberjasulta.

250 gr hindber, frosin eða fersk
20 gr Sukrin Melis
10 dropar Stevía
1/2 tsk Xanthan Gum

Aðferð:
Setjið allt nema Xanthan Gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla,
dreifið svo xanthan gumminu yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk
1-3 mín.Hellið blöndunni í sultukrukku og leyfið henni að kólna

Uppskriftina er að finna á bloggsíðu Maríu Kristu – hér

 

Leave a Reply