Pecanhnetubaka

Já halló Hafnarfjörður hvað ég elska pecanhnetur…

Ég er þessa dagana að undirbúa fertugsafmæli okkar hjóna og skoða mikið amerískar hugmynda – og bloggsíður vegna ameríska “þemans”sem við ætlum að hafa sem útgangspunkt í skreytingum og fleira. Það er ekkert amerískara en “Pecanpie” og myndir af slíkum kræsingum poppa því stöðugt upp á skjáinn hjá mér með tilheyrandi garnagauli af minni hálfu. Ég varð þar af leiðandi að prófa að gera LKL útgáfu sem heppnaðist bara hreint út sagt VEL. Þessi útgáfa er einföld uppskrift, en ef þið viljið þykkari botn og meira af fyllingu, þá má stækka uppskriftina 🙂

pecan 5

Pecanhnetubaka
Botninn:
65 gr möndlumjöl
90 gr kókoshveiti
55 gr bráðið smjör
2 egg
2 msk sukrin
Fylling:
100 gr pecanhnetur
10 dropar bragðlaus stevía,Via Health
2 msk möndlumjólk, ósæt
1/2 tsk rommdropar
2 msk sukrin gold
1 egg
mér reiknast til að það séu um 27 netcarb í allri kökunni, 8 sneiðar svo sneiðin er um 3.5 netcarbspecan 8
pecan 1
Aðferð:
Byrjið á að blanda saman botninum, mjölið saman og sykurinn, bráðið smjör og egg hrærð saman sér.
Blandið þessu saman og úr verður mylsnukennt deig. Þjappið deiginu í “bökuform” ég notaði form úr IKEA (31 cm í þvermál) sem slapp til hvað þykktina varðar.
Ef þið viljið hafa botninn þykkari þá mæli ég með að gera 1 og hálfa uppskrift af þessari uppskrift eða nota minna form.
Pikkið aðeins í deigið með gaffli og bakið í ofni á 180 gráðum, í 10-15 mín eða þar til brúnirnar fara að verða gylltar.
Á meðan er gott að blanda fyllingunni saman í potti.
Bræðið 2 msk smjör, sukrin gold, stevíu ( Via Health) og þegar þetta er uppleyst þá má setja rommdropana út í og möndlumjólkina.
Síðan fara pecanhneturnar út í pottinn,ágætt að skera þær gróflega áður. Takið því næst pottinn af hellunni og látið kólna aðeins. Setjið eitt egg út í og hrærið vel saman við hnetumallið.
Hellið blöndunni svo á botninn og bakið í 5 -10 mín eða þar til hneturnar eru orðnar gylltar og glansandi. Þarf ekki að baka þessa köku mikið.Takið út og kælið. Gott með rjómaslettu og kaffibolla, eins og allt sossum með rjóma haha 🙂

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

Leave a Reply