Grýta
1 pakki nautahakk. (ca 800g)
1 laukur
3-4 hvítlauks geirar saxað
3 msk tómatpúrra
3-4 msk dijon sinnep
2 msk smjör
1 dolla sýrður rjómi 18%
1,5 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk ásamt kryddum sem hver og einn kýs
(setti sjálf, salt pipar, smá graslauk úr garðinum og steikar og grillkrydd)
(setti sjálf, salt pipar, smá graslauk úr garðinum og steikar og grillkrydd)
Rifin parmesan ostur
Grænmeti sem til er í ísskápnum. Paprika, sveppir, brokkolí eða annað lágkolvetna grænmeti
Fínsaxaður laukur settur á djúpa pönnu með smjöri. Látin mýkjast.
Hakki og hvítlauki bætt á pönnu og brúnað.
Tómatpúrra og dijon sinnep bætt út ásamt kryddum eftir smekk. Hrært vel í.
Sýrður rjómi og rjómi sett út í ásamt niðurskorðu grænmeti og látið malla í smástund.
Rifin parmesan ostur er svo rifin niður á blómkálsmúsina og grýtuna þegar komið er á diskinn 🙂
Blómkálsmús
Skera blómkál í bita og gufuðsoðið þar til mjúkt í gegn. Ég setti það í tuppeware saxara sem ég á ásamt góðri smjörklípu, rifnum parmesan osti og smá salti og maukaði. Hægt er í raun að nota margar aðferðir við að bragðbæta músina. Setja dijon sinnep, sýrðan rjóma, cheddar ost. Láta hugmyndaflugið ráða 🙂
Uppskriftina er að finna á matarblogginu hennar Dísu – hér