- Hálfur stór hvítkálshaus skorin í litla bita
- 2 dl rjómi
- 100 gr rifin parmesean ostur
- 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
- smjör til að steikja hvítkálið í
- Salt og pipar
- Hvítkálið og hvítlaukur skorið niður og steikt á pönnu með smjöri þangað til vel mjúkt (kannski 5-10 mín)
- Rjómanum og parmesena bætt við og látið malla í 10-15 mín þangað til hvítkálið er orðið mjög mjúkt, næstum eins og soðið pasta í áferð.
Ég bar hvítkálið fram með ofnbökuðum lax og smjörsteiktum aspas og það var virkilega góð blanda.
Uppskriftina er að finna inn á matarblogginu tviburagourmet – hér