Saumaklúbbsrúlla með skinku og aspas

aspas 5

Skinku og aspas rúlla
4 eggjarauður
4 eggjahvítur
125 gr sveppasmurostur
1 msk HUSK
1 tsk lyftiduft
Þeytið eggjahvíturnar sér og setjið til hliðar.
Setjið rauðurnar í hrærivélina ásamt sveppaostinum og þeytið vel, bætið Huski út í og þeytið áfram ásamt lyftiduftinu. Blandið því næst eggjahvítunum varlega saman við rauðurnar og hrærið þar til nokkuð kekkjalaust.
Smyrjið deiginu í stóran ferning á góðan smjörpappír og bakið í 180 gráðum í u.þ.b. 10 mín er þar til deigið er snertiþurrt. Takið þá bökunarplötuna úr ofninum og leyfið deiginu að kólna í 2-3 mín.

aspa 6

Fylling:
1 dós aspas, um 250 gr án vökva
 (veljið kolvetnalétta vöru ef hægt er, ég fann t.d. eina frá Hy TOP/ Samkaup)
2.5 g kolv í 100 gr
125 gr sveppasmurostur
100 gr silkiskorin skinka
1/3 rifinn villisveppaostur og 1 dl mosarellaostur, eða bara 2 dl mosarella ost,
salt og pipar
1/2 dl rjómi
paprikuduft
Hellið vökvanum úr aspasdósinni og saxið aspasinn aðeins niður í smærri bita.
Bræðið svo allt hráefnið í fyllinguna saman í potti nema skinkuna.
Dreifið því næst fyllingunni á deigið, dreifið skinkunni yfir og rúllið upp.
Stráið villisveppaosti/mosarella yfir og dálítlu paprikudufti og bakið áfram í 15 mín á 200 gráðum þar til rúllan er brúnuð og falleg.
Þetta er auðvitað bara tillaga að einni týpu af rúllubrauði, hægt er að skipta út smurosti fyrir t.d. pizzusmurost og breyta fyllingunni í pizzufyllingu með chorizo, pizzusmurosti, og tómatpúrru.
Eins er hægt að setja á þessa camenbert, hitaðann í rjóma, dreifa nokkrum paprikubitum yfir deigið og baka. Bera svo fram með chilisultu. Um að gera að prófa sig áfram.

Uppskriftina er að finna á bloggsíðu Maríu Kristu – hér

Leave a Reply