Súkkulaði laugardagur

Jæja þá er runninn upp nammidagur 🙂 Súkkulaðifíkillinn ég ryðst inn í eldhús og reyni í síðast sinn við hið fullkomna sykurlausa frosting 🙂  Og jebbs það heppnaðist núna loksins. Gerði 2 týpur af súkkulaðikökum í örbylgjunni sem voru æði, bæði með próteini og án… mmmm. Ofan á kökurnar fór svo kremið góða sem minnir á sýrópskremið sem var oft sett á súkkulaðiterturnar í afmælunum okkar í den. Eins langaði mig allt í einu í kókosbollu eða kremið innan úr henni og tókst vel til að ná þeim effect með svona eggjahvítuþeyting með sætuefnum 🙂 Mín verður glöð í kvöld.

kaka krem

kokosdraumur

Súkkulaðisæla fyrir 2

 

1 egg
8-10 dropar vanillustevía ( Via Health)
1 msk rjómi
2 matskeiðar gott kakó (Rapunzel t.d.)
2 msk sætuefni t.d. Erythiol
1 tsk lyftiduft
1 msk mjúkt smjör

 

Hrærið öllu vel saman og deilið í 2 örbylgjuvæn ílát.
Gott að spreyja fyrst með Pam spreyi.

Hitið í örbylgjuofni í 50 sek

sukksaela

Oreo súkkulaðisæla fyrir 2

1 egg
8-10 dropar vanillustevía ( Via Health)
1 msk rjómi
2 msk vatn
2 msk gott kakó (Rapunzel t.d.)
1 tsk lyftiduft
1 msk smjör eða kókosolía.
2 msk Oreo próteinduft (Nectar)
Hrærið öllu vel saman og deilið í 2 örbylgjuvæn ílát.
Gott að spreyja fyrst með Pam spreyi
Hitið í örbylgjuofni í 50 sekstevia
xgum

“Sýrópskrem”
150 gr smjör ( ósaltað og við stofuhita )skiptist í 2 hluta
1 dl eggjahvítur ( 3 eggjahvítur s.s.)
55 gr Erythritol
20 dropar Vanillustevía (Via Health)
1 tsk matarlímsduft fæst frá Flóru
(Mikilvægt) Takið 50 gr af smjörinu, sætuefnin og matarlímsduftið og hitið í potti þar til sykurinn leysist upp. Ekki láta smjörið dökkna. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar og hellið svo heitu “sýrópinu” út í í mjórri bunu. Þetta verður loftkennt og slétt krem sem er svo látið kólna í ca 1 klt.
Takið kremið svo út úr kæli og þeytið saman við restina af smjörinu( 100 gr) sem þarf að vera við stofuhita, alls ekki kalt. Þetta þeytist vel saman og nauðsynlegt að sprauta því strax á kökurnar eða nota á það sem við á. Kremið harðnar í ískáp.matarlim
kokso 2

Kókosdraumur
2 dl eggjahvítur ( gerir 6 eggjahvítur)
1/2 tsk xanthan gum
1/2 tsk borðedik eða sítrónusafi
15 dropar kókosstevía ( Via Health)
2 msk Erythritol
1 dl muldar kókosflögur, Himnesk hollusta.
Stífþeytið eggjahvíturnar í 3 mín, bætið svo út í ediki og xanthan gum, stevíu og erythritol
þeytið vel áfram og að lokum fara kókosflögur út í.
Má borða beint úr skálinni með rifnu súkkulaði 85 % auðvitað. Eða nota sem frosting á köku.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

 

Leave a Reply