Súkkulaðibollakaka með smjörkremi

bollakaka

Ég valdi fallegustu kökuna til að vera fyrirsæta, en hinar voru líka alveg fínar. Þessi er úr sömu grunnuppskrift og er hérna að neðan, nema nú bætti ég við 0,5 dL af góðu kakói í degið. Kremið bjó ég svolítið eftir því hvað mér datt í hug og fannst gott á bragðið :) Uppskriftin passaði akkúrat í 18 bollakökuform.

Grunnuppskrift:

 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti – má líka nota bara 3 dl af möndlumjöli
 • 1 msk husk
 • 0,5 dl erythritol
 • 125 gr brætt smjör
 • 100 gr rjómaost
 • 1 dl rjómi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 egg

+ 0,5 dL kakó

Súkkulaði smjörkrem

 • 120 g smjörvi
 • 150 g Sukrin melis (Fæst nú í Krónunni!)
 • 40 g kakó
 • 1 msk sykurlaust Torani súkkulaði síróp
 • örlítið vanilluduft

  Ég bætti við grunnuppskriftina:

 • tvær lúkur af frosnum hindberjum
 • 0,5 dl af kókosmjöli
 • 50 g 70% súkkulaði saxað smátt
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Þeytið egg og erytritol svo að verði létt og ljóst
 3. Bræðið smjörið og blandið rjómaost og rjóma saman við brædda smjörið.
 4. Blandið síðan öllu saman í skál. Best er að setja frosnu berin alveg í lokin svo að þau liti ekki allt degið og haldi aðeins löguninni.
 5. Setjið í möffinsform og bakið í ca 20 mín.

  Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

 

Leave a Reply