Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust að byrja aftur í sykri

Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust  að byrja aftur í sykri. Ef þú varst sykurlaus í september en ert aftur komin í gamla farið er ekki úr vegi að gera „note to self”  hvers vegna þú hættir að borða sykur í fyrsta stað og af hverju þú ættir mögulega að taka það upp aftur.

Augljósu ástæðurnar eru sjúkdómar eins og sykursýki 2 og hjartasjúkdómar en það að sleppa sykri  stóreykur líkurnar á að þú sleppir við þessa banvænu sjúkdóma. Síðan er það auðvitað háþrýstingur og þyngdin en sykur getur hæglega hindrað það einn og óstuddur að þú náir þyngdarmarkmiðum þínum.

Hérna eru 10 aðrar ástæður fyrir að þú ættir að – Hætta að borða sykur

1. Að hætta að borða sykur MUN minnka þá upphæð sem þú eyðir í mat. Sykraðar vörur eru nefnilega ekki ódýrar vörur þó fyrirtækin sem setja hann í matinn okkar virðist vera að fá hann ókeypis miðað við magnið sem er dælt í hann. Með því að kaupa nokkrar vörur sem þú notar aftur og aftur og elda mat í stærri skömmtum til að hjálpa til við skipulag ertu að spara kjess.

620x339xnew-habit-2-620x339.jpg.pagespeed.ic.h-xynZxsmp

2. Að hætta að kaupa nammi og sykraða drykki er sennilega stærsti sparnaðurinn. Vatn er frítt en gos, orkudrykkir, sykraðir kaffidrykkir  og safar eru ekki ókeypis  og ef þú ert að kaupa nammi og gos ítrekað eða daglega ertu komin í bullandi sparnað og gætir verið á leiðinni til Kanarí með ömmu þinni og afa um jólin.

4a5231e685064e7b710d28e493c79571

3. Með því að hætta í sykri ertu líka að sneiða fram hjá vörum sem innihalda ekki bara sykur heldur bestu  vini hans sem eru allir í sama klúbbnum, Bindi, Þykkingar  og Fylliefnaklúbbnum BÞF. Þetta eru gaurar eins og  hveiti, kartöflumjöl, frúktósi, sýróp, maíssterkja, glúkósi og fleiri og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera á sakaskrá.

photo 3

4. Ef þú heldur að það nægi að hætta að borða SYKUR lifirðu í draumaheimi. Matvælaframleiðendur eru ekki fæddir í gær og vita nákvæmlega hvað gerist ef þeir breyta nafninu á sykri eða umorða þetta til dæmis í…. þessi vara inniheldur einsykur og tvísykrur!!! Einmitt. Við vitum ekki hvað í fjáranum það þýðir og kaupum vöruna af því það stendur 100% náttúrulegt framan á henni. Hérna er upptalning á nokkrum sykurtegundum sem eru í raun ekkert skárri en þessi hvíti viðbætti, nema síður sé.
– Sýróp
– Hrásykur
– Agave
– Frúktósi
– Brúnn sykur
– Hunang
– Súkrósi (hvítur sykur)
– Dextrósi
– Molasses
– Kornsýróp
– Ávaxtasafi
– Glúkósi
– Ávaxtaþykkni
– High fructose corn syrup

photo 4

5. Þegar þú ert ekki að borða sykraðar vörur einfaldar það gríðarlega matarinnkaupin. Það eru nefnilega ekki nema svona 2-3 gangar sem innihalda vörur sem innihalda ekki sykur. Þú verslar ferskar hrávörur sem eru lifandi og eru næringarríkustu vörurnar í allri búðinni og þú gerir það á mettíma því þú hættir að stoppa fyrir framan kex og nammirekkana spyrjandi sjálfa þig hinnar klassísku spurningar….hvað langar mig í?

022214_0531_thereisnoel1

6. Þú getur eytt tímanum sem þú sparaðir í stórmarkaðinum í að prófa aldeilis splunkunýjar og meiriháttar spennandi grænmetisuppskriftir eins og blómkálspoppkorn, brokkólískinn með osti og beikoni, avókadófranskar, kúrbítspasta, hnúðkálsfranskar, blómkálspizzu og kálflögur. Nöfnin eru kannski framandi en næringin og bragðið….maður lifandi!

success1

7. Við það að hætta að kaupa tilbúinn drasl-ekkimat þarftu að að fara að elda aftur frá grunni en engar áhyggjur. Það er engin ástæða til að vera að eyða meira en 20 mínútum í eldhúsinu þótt þú sért að elda hollan og næringarríkan mat sem lætur þér líða vel á eftir að utan sem innan og veldur því að þig langar EKKI í eitthvað sætt eftir kvöldmat. Þú situr í sófanum eftir matinn og klórar þér í hausnum yfir því af hverju þig langar út í göngutúr en ekki  í hlaup og súkkulaði og spyrð hvernig þetta sé mögulegt. Trikkið er einfaldlega rétt samsettur matur með góðum fitum, próteingjöfum og trefjaríkum kolvetnum sem fylla þig og metta án þess að valda blóðsykursveiflum og þar með er sykurlöngunin bye bye…

photo 1

8. Manstu þegar ÞÚ stjórnaðir en ekki sykurinn? Ég held að allir í hinum vestræna heimi hafi einhverntíma misst stjórnina á sykurneyslunni og það er ekki gaman að missa stjórnina á sinni eigin skútu. Það er sannað mál að sykur virkar NÁKVÆMLEGA eins og önnur fíkniefni. Við borðum sykur þegar við erum glöð, þegar við erum leið, þegar við erum að skemmta okkur meðal fólks, þegar við erum í depurð, þegar við erum veik, þegar við erum særð, þegar við erum undir álagi, þegar við erum að fagna og svo framvegis og framvegis. Sykurneysla er TILFINNINGATENGD og það verðum við að að skilja. Það er algjörlega hægt að hætta að borða sykur og leiðin er bein og breið og allir geta fetað hana. Þú getur tekið stjórnina aftur sama hversu lengi eða illa þú ert búin að missa hana.

1799556_520821191367336_523447451_a

9. Líkamleg og andleg líðan er nátengd og þær er hægt að bæta stórkostlega þegar þú hættir að borða sykur. Að vakna með jákvæðni og orku til að takast á við nýjan dag er ekki sjálfgefið ef þú borðar sykur. Þú borðar í þig jákvæðni, áræðni, orku, bjartsýni og þor alveg eins og þú getur borðað þig í þunglyndi, leti, framtaksleysi, depurð og almenna vanlíðan. Matur skiptir gríðarlegu máli og er það stöff sem hefur hvað MEST áhrif á hormónakerfi okkar sem stjórnar ÖLLUM þeim tilfinningum og líðan sem hérna er upptalin.

hello-my-name-is-consistency

10. Þú ert að leggja inn á framtíðarreikningin og ekki bara á einn veg heldur tvo. Það er ljóst að um 60-70% af öllu því fé sem fer í að reka heilbrigiðiskerfið hérna á Íslandi og víðast í hinum vestræna heimi fer í lífsstílstengda sjúkdóma. Sjúkdóma sem við erum sjálf að valda okkur með þeim óholla lífsstíl sem við erum að velja okkur. Rangt fæðuval og sykurneysla er risastór hluti af þessari mynd. Með því að hætta í sykri og þar með velja hollari lífsstíl erum við ekki bara að bæta birtu í okkar eigin framtíð heldur líka afkomenda okkar sem þurfa mögulega ekki að standa strauminn af þessum himinháa kostnaði og buguðu heilbrigðiskerfi.

Your-time-is-limited-Steve-Jobs-quote

Það að vera með námskeið sem gengur út á það að hjálpa fólki að hætta að borða sykur getur hljómað asnalegt í einhverjum eyrum því ef þú ætlar að hætta að borða sykur þá bara hættirðu að borða sykur, rétt? Ef þetta væri rétt værum við ekki í þeim málum sem við erum í dag. Það er flókið að hætta að borða sykur og fjölmargir þættir sem þarf að huga að, bæði líkamlegir og auðvitað næringarlegir. Þegar við eldumst erum við oft að sjá tölur á vigtinni og líkama í speglinum sem er okkur framandi og það þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum tíma og fjármunum í heilsuna síðustu 10-15 árin. Hvernig  getur þetta verið?

Námskeiðið  – Hættu að borða sykur fer í ALLA þætti sem skipta máli og kannski meira máli en þú heldur varðandi það að bæta heilsuna og auka lífsgæði okkar með því að hætta að borða sykur. Hvort sem það eru sjúkdómsforvarnir eða vigtin sem þú vilt bæta þá er farið í alla þætti er varða bætta heilsu og öllum steinum velt við.
Þetta stendur og fellur með því sem við gerum daglega. Þetta stendur og fellur með þeim mat og þeirri næringu sem við látum ofan í okkur og námskeiðið veitir þér allan þann fróðleik sem þú þarft að vita til að uppskera árangur. Matseðlar, uppskriftir, fróðleikur, Úlfar í sauðagærum, borðaðu þetta-ekki þetta og margt fleira

Næsta námskeið hefst mánudaginn 10 nóvember og skráning fer fram með því að senda póst á gunni@lkl.is
6 vikan námskeið með yfir 30 póstum og kostar aðeins 4,900.-

Sykurlaus kveðja
Gunni

Leave a Reply