Það þarf ekki að vera flókin að skella saman LKL máltíð og uppskrift stundum óþarfi.
Þessi réttur er þessi hefðbundni “hvað er til í íssápnum” sem er gott að hafa öðru hverju
til að hreinsa aðeins til leifar og restar frá liðnum dögum.
Þessi hérna er samsettur af grilluðum lambasneiðum sem eru með smjörsteiktum
aspas og smjörsteiktum sveppum og fersku góðu salati með fullt af fetaosti. Sósan
er hreinsunin en þetta er restin af bernessósu gærdagsins sem ég gerði frá grunni
og verður oft eftir í ísskápnum þar sem hún harðnar útaf smjörinu. Það sem ég geri
er að ég hræri restinni strax saman við majónes og sýrðan rjóma og er því komin
með kalda bernes sem er fullkomin daginn eftir, mjúk og góð.
– LKL lambalærisneiðar með bernes og grænmeti