Góður morgunverður á LKL ætti að innihalda egg í einhvers konar formi. Það er bara ekkert sem skákar þeim
Þessi morgunverður er örbabollan fræga sem margir eru farnir að betrumbæta og auðvitað er velkomin að bæta
við því sem þér þykri gott en hérna er klassísk uppskrift:
1 egg
1/2 tsk af vínsteinslyftidufti
1/4 tsk salt
1/2 tsk HUSK trefjar
1 tsk af kókoshveiti
( má líka nota 2-3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 -3 tsk rjómi
1 tsk kúmen (má sleppa)
Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust.
Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2 1/2 mín og út kemur “fluffý “bolla sem má smyrja með osti og smjöri.
Eggin eru sett í sjoðandi vatn og höfð ofan í nákvæmlega í 7 mínútur sem gerir þau mitt á milli lin/harðsoðin
majónesið er mikilvægt til að fá næga fitu og mettum og brakandi fersk salat og avókadó gera þetta að prýðis
morgunverði
LKL morgunverður:
Örbabolla með smjöri og osti + egg með salati og majó